Skip to content

1 - Inngangur

Þetta skjal lýsir hvernig söluaðilar geta nýtt sér Kortalánavefþjónustu Fyrirtækjalausna Valitor við gerð Kortalána.

Ef breytingar verða gerðar á vefþjónustunni verður gefin út ný útgáfa og söluaðili upplýstur um þessar breytingar. Eldri útgáfa mun verða áfram virk í ákveðinn tíma, nema ef um er að ræða villu sem krefst tafarlausra breytinga.

Vinsamlegast hafið samband við Fyrirtækjalausnir Valitor til að fá testaðgang og testkortnúmer.

Vinsamlegast athugið

Kortalán hétu áður VISA Lán og til að forðast endurskrift hjá söluaðilum hefur slóðinni ekki verið breytt.

1.1 - Löggjöf um staðlaðar upplýsingar um neytendalán

Þann 1. nóvember 2013 tóku í gildi ný lög um neytendalán:

  1. gr. Upplýsingar áður en lánssamningur er gerður. Lánveitandi skal með eðlilegum fyrirvara veita neytanda nauðsynlegar upplýsingar áður en lánssamningur er gerður til þess að hann geti borið saman ólík tilboð og tekið upplýsta ákvörðun um það hvort gera skuli lánssamning, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 33/2013, um neytendalán. Upplýsingar skv. 1. mgr. skulu veittar á staðlað eyðublað

Þetta þýðir að það þarf að tryggja að korthafi hafi smellt á tengil sem skilar honum stöðluðum upplýsingum um neytendalán sem PDF skjali (sjá fallið SkilaUpplysingumUmNeytendalanSemPDF) áður en hann tekur Kortalán.
Einnig á korthafi að geta fengið sjálft Kortalánabréfið sem drög áður en hann ákveður sig að taka Kortalánið.

Mikilvægt

Mikilvægt er að merkja það skýrt með fyrirsögninni DRÖG, en annars er það eins og sjálft Kortalánabréfið nema hvað svæðin "Kortalán nr." og "Heimild nr." eru tóm

1.2 - Nýlegar breytingar

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á Kortalánavefþjónustu Valitor.

1.2.1 - Breyting á FaUtreikningOgStofnaVisaLan

Breytingar hafa orðið á aðgerðinni FaUtreikningOgStofnaVisaLan. Nú er nauðsynlegt að láta notanda undirrita lánið rafrænt til að kortalán teljist fullstofnað. Ef kortalánið er ekki undirritað rafrænt mun það ekki verða stofnað í lánakerfi Valitors.

1.3 - Vefslóðir

1.3.1 - Prófanaumhverfi

Prófanaumhverfi: https://api-acquiring.uat.valitor.com/visalan/visalan.asmx

WSDL prófanaumhverfi: https://api-acquiring.valitor.com/visalan/visalan.asmx?wsdl

1.3.2 - Raunumhverfi

Til að fá aðgang að raunumhverfi þarf fyrst að stofna söluaðilasamning við Valitor.

Við stofnun samnings verður raunaðgangi úthlutað samhliða.