1 - Inngangur

Þetta skjal lýsir hvernig söluaðilar geta nýtt sér Greiðslugátt Valitor.

Ef breytingar verða gerðar á vefþjónustunni verður gefin út ný útgáfa og söluaðili upplýstur um þessar breytingar. Eldri útgáfa mun verða áfram virk í ákveðinn tíma, nema ef um er að ræða villu sem krefst tafarlausra breytinga.

1.1 - Nýlegar breytingar

Undanfarið hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á Greiðslugátt Valitor

1.1.1 - MAILORDER aðgerð bætt við

Upplýsingar um nýja MAILORDER aðgerð má finna í Aðgerðakaflanum.

Stutt yfirlit:

  • MAILORDER gerir korthafa kleyft að borga fyrir sölu í gegnum póst án þess að kort hans sé á staðnum.

1.2 - Eldri breytingar

Á meðal eldri breytinga er viðbót aðgerðanna ADEINSHEIMILD og EFTIRASKRANING.