2 - Ferlið

2.1 - Almennt

Þegar gerð er greiðsla eða endurgreiðsla lendir færslan í bunka sem tilheyrir ákveðnum posa.

Á bak við hvern posa er eitt samningsnúmer sem tilheyrir ákveðnum söluaðila.

Bunka er síðan lokað sjálfkrafa einu sinni á sólarhring og gerður upp. Einnig er hægt að kalla á aðgerðina UPPGJOR ef óskað er eftir að loka bunka fyrr.

Vinsamlegast athugið

Ekki er hægt að ógilda færslur ef búið er að loka bunka, þá verður að gera endurgreiðslu.

Bunka er lokað á þeim tíma sem er stilltur inn við skráningu posa, ef ekki er beðið um ákveðinn tíma þá er tíminn 21:00 skráður.

Hægt er að gera ógildingar og endurgreiðslur án þess að hafa kortnúmer fyrir þá aðila sem ekki vista kortnúmer í sínum grunni, það eru aðgerðirnar OGILDAFAERSLU og ENDURGREIDAFAERSLU notaðar.

Nánari upplýsingar um aðgerðir má finna í Aðgerðakaflanum.

2.2 - Tímarof

Þegar gerð er greiðsla er haft samband við útgefanda kortsins til að athuga hvort það fáist heimild. Útgefendur svara misjafnlega hratt, og við mikið álag getur svartíminn orðið allt að 30 sekúndur.

Það er því mikilvægt að þegar kallað er á greiðslugáttina að beðið sé eftir svari í a.m.k. 60 sekúndur.

Til leiðbeiningar

Vinsamlegast athugið að meðalsvartími við venjulegt álag er um 1-2 sekúndur. Ef biðtíminn er ekki nógu langur er hætta á að það fáist heimild hjá útgefanda sem skilar sér ekki til notanda greiðslugáttarinnar.