Skip to content

Inngangur

Greiðslusíða Valitor er einföld og örugg leið til að versla á netinu, bæði fyrir stórar vefverslanir og minni söluaðila. Greiðslusíðan tekur við öllum helstu kortategundum (VISA, MasterCard, JCB, Diners og American Express). Söluaðilar þurfa ekki að taka við kortaupplýsingum eða meðhöndla kortaupplýsingar á vefsvæðum sínum. Þeir söluaðilar sem þurfa að fara í PCI vottun minnka þannig umfangið á PCI vottuninni.

Þegar viðskiptavini er beint á Greiðslusíðu Valitor getur söluaðili óskað eftir persónuupplýsingum: kennitölu, nafni, heimilisfangi, póstnúmeri, stað, landi, síma, netfangi og athugasemdum og látið þær fylgja greiðslunni.

Eftir greiðslu birtist prentvæn sundurliðuð kvittun fyrir kaupum og viðskiptavininum er beint aftur inn á vefsvæði söluaðilans.

Nánari upplýsingar um ferlið má finna hér.

Greiðslutenglar

Boðið er upp á einfalda HTML tengla fyrir litla söluaðila. Þessum tenglum er komið fyrir á vefsíðu söluaðila þar sem búið er að fastsetja tiltekna vöru og verð.
Þetta er einfaldasta leiðin til að tengjast Greiðslusíðu Valitor.

Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá Fyrirtækjalausnum Valitor í síma 525-2080.