3 - Ferlið
Í upphafi er kaupandi sendur af vefverslun söluaðila yfir á Greiðslusíðu Valitor. Á henni slær kaupandi inn kortaupplýsingar og gengur frá greiðslu fyrir vörur eða þjónustu.
Vinsamlegast athugið að takist greiðslan ekki lætur Valitor söluaðila ekki vita.
Ef greiðslan tekst er kvittun fyrir kaupum birt notanda á Greiðslusíðu Valitor og söluaðili látinn vita af kaupunum með þremur leiðum: Valitor kallar á slóð tilgreinda af söluaðila, Valitor sendir tölvupóst á söluaðila (valkvætt) og Söluaðili fer inn á Sögu og skoðar söluyfirlit sitt.
3.1 - Öryggisskref
Hverjum söluaðila er úthlutað öryggisnúmeri og auðkenni við skráningu sem eru notuð til að búa til rafræna undirskrift.
Þegar viðskipti eiga sér stað eru upplýsingar um keyptar vörur, verð, magn og afslátt sendar með HTTPS á Greiðslusíðu Valitor ásamt rafrænni undirskrift sem tryggir réttmæti gagnanna.
Þetta öryggisnúmer má hvergi birta á vefsíðu, hvort sem það er falið eða ekki.
Ef salan gengur í gegn á Greiðslusíðu Valitor er kallað á slóð hjá söluaðila (PaymentSuccessfulServerSideURL) til að láta vita af greiðslu. Á slóðina er bætt við færibreytum frá Valitor.
Ein þessara færibreyta er DigitalSignatureResponse og er mikilvægt að það gildi sé skoðað til að tryggja að réttmæti sölunnar.
3.2 - Tilkynningar vegna greiðslu
3.2.1 - Valitor kallar á slóð tilgreinda af söluaðila
Valitor kallar á gildið inntaks PaymentSuccessfulServerSideURL sem hægt er að lesa meira um hér.
Notast er við HTTP GET aðferð og er kallað á slóðina úr inntakinu um leið og heimild fæst.
3.2.1.1 - Dæmi
Hér að neðan eru feitletraðar færibreytur sem Valitor hengir sjálfkrafa á slóðina en aðrar breytur eru slóð frá söluaðila. Hægt er að lesa meira um feitletruðu skilagildin hér.
Mikilvægt er að gildið í DigitalSignatureResponse sé reiknað út á síðunni sem Valitor kallar á og það gildi borið saman við gildið sem Valitor sendir til að tryggja að ekki sé verið að búa til tengla og reyna að líkja eftir sölu án þess að greiðsla eigi sér stað. Nánari upplýsingar um DigitalSignatureReponse má finna hér.
http://www.netverslun.is/? CustomerID=12345& SalesID=123& CardType=VISA& CardNumberMasked=453987******4232& Date=17.09.2012& AuthorizationNumber=2234& TransactionNumber=123& SaleID={C9E5B0E5-3055-452a-A09F-D5E86C29C7CD} ReferenceNumber=321& DigitalSignatureResponse=fjklsdjfsdklfjsldk& ContractNumber=12345& ContractType=ORUGGS& CardLoanNumber=60000-047104& CardTypeCode=400& SSN=1234567890 Name=Jón& Address=Laugavegur 1& PostalCode=101& City=Reykjavík& Country=Ísland& Phone=5252000& Email=email@email.is& Comments=þetta er athugasemd
3.2.2 - Valitor sendir tölvupóst á söluaðila
Tölvupóstur er sendur á þau netföng sem Valitor skráir við uppsetningu á Greiðslusíðu.
Tilkynning í tölvupósti er valfrjáls.
3.2.2.1 - Dæmi
Greiðsla barst 2.9.2011 16:26:02
Upplýsingar:
------------------------
Vefverslun: Fataverslunin RGB
Heildarupphæð: 490 ISK
Kortnúmer: ****-****-****-9999
Heimildarnúmer: 123450
Færslunúmer: 32918
Samningsnúmer: 0000122
Kortategund: VISA
Vörur:
------------------------
Stuttermabolur, Litur: Blár, Stærð: S - 1 stk. - 490 ISK - Samtals 490 ISK
Samtals 490 ISK
Auðkenni færslu í kerfi seljanda (tilvísunarnúmer):
------------------------
1898772670
Upplýsingar um kaupanda
------------------------
Kennitala: 123456-7890
Nafn: Jón Jónsson<
Heimilisfang: Laugavegur 77
Póstnúmer: 101
Staður: Reykjavík
Land: Ísland
Sími: 525-2000
Netfang: jon.jonsson@jonson.is
Athugasemdir: Athugasemd frá kaupanda
3.2.3 - Söluaðili fer inn á Sögu
Söluaðilar sem notast við Greiðslusíðu Valitor hafa aðgang að nýjum þjónustuvef Valitor, Sögu.
Í Sögu hafa söluaðilar aðgang að söluyfirliti og greiðslusögu. Þar er einnig hægt að framkvæma endurgreiðslur og sjá yfirlit yfir bunka og færslur.
Söluaðili getur farið í Sögu, smellt á 'Greiðslusíða' og 'Söluyfirlit'.
3.2.3.1 - Aðgangur
Til að fá aðgang að Sögu þurfa söluaðilar að fylla út umsókn hér (https://www.valitor.is/umsoknir/thjonustuvefur/).
3.2.3.2 - Slóð á Sögu
Slóð á Sögu: https://saga.valitor.is