Skip to content

2 - Prófanaumhverfi

2.1 - Slóðir

Hægt er að nálgast prófanaútgáfu Greiðslusíðu hér: https://paymentweb.uat.valitor.is/

Til að prófa vefþjónustu Greiðslusíðu er notast við þessa slóð: https://paymentweb.uat.valitor.is/adgerdir.asmx

Til að fá aðgang að raunumhverfi þarf fyrst að stofna söluaðilasamning við Valitor.
Við stofnun samnings verður raunaðgangi úthlutað samhliða.

2.2 - Upplýsingar um prófanaumhverfi

Færslur sem fara í gegnum prófanaumhverfið eru ekki gerðar upp.

Hægt er að tengjast prófanaumhverfinu með MerchantID = 1 og VerificationCode = 12345.
Hægt er að nota kortnúmerið 9999999999999999 og upphæðin verður að vera undir 2.000 kr.
Ef eitthvað annað kortnúmer er notað í prófanaumhverfinu verður því skipt út fyrir 9999999999999999 áður en það er sent á prófanaheimildarkerfið.

Vinsamlegast athugið

Þar sem allir í prófanaumhverfinu nota sama MerchantID er möguleiki á að það komi upp sú staða að sent sé inn tilvísunarnúmer sem hefur þegar verið sent inn og er slíku kalli svarað með villuskilaboðum.

2.3 - Sýnidæmi

Hægt er að sjá dæmi um vefverslun sem tengist Greiðslusíðu Valitor hér (https://demo.uat.valitor.is/verslun/).